1.Rétt líkamsstaða/form er lykilatriði.
.
🔑Það fyrsta sem ég mæli með ef þú ert að reyna að stækka á þér axlirnar er fullkomið “form”. Auðvitað skipta þyngdirnar líka máli en ef þú beitir þér ekki rétt, endar þú á því að fókusinn færist af axlavöðvunum og aðrir vöðvar fara að taka yfir vinnuna. Það er mjög mikilvægt að þú hefjir hreyfinguna með vöðvanum sem þú ætlar þér að vinna með, ekki hafa það mikla þyngd að þú missir þessa gríðarmikilvægu tengingu við vöðvann. .
.
2. Ekki hræðast margar endurtekningar.
.
💡Axlirnar þola þónokkuð mikið álag. Ég tek oft 25-30 sett + á axlaæfingu. Ef að næringin og hvíld eru í góðu lagi hjá þér áttu ekki að þurfa að hafa áhyggjur af þessu.
.
3. Gefðu allt í þetta – “kveiktu í draslinu!” .
.
❤Axlirnar elska “drop sett” og þær eru mitt uppáhald þegar ég tek axlir. “Drop sett” eru þannig uppsett að þú velur þyngd og klárar eins margar endurtekningar með henni og þú getur með góðu formi, þegar þú átt ekki fleiri inni tekur þú strax léttari lóð (15-30% t.d.) og heldur STRAX áfram og gerir aftur eins margar og þú getur með þeirri þyngd, endurtekur þetta með léttari og léttari lóð þangað til ekkert er eftir. .
.
4. Notaðu fjölbreytta nálgun í afstöðu og fjölda endurtekninga.
.
🎓Ekki nota alltaf sama fjölda endurtekninga, jafnvel þó að einhverjir tali um “kjörfjölda endurtekninga fyrir vöðvastækkun”. Vertu dugleg/ur að breyta til, ég nota allt frá 6-8 endurtekningum upp í 15-20 og drop settin fara oft upp í 30+ endurtekningar.
.
5. Paraðu settin saman.
.
🔑 Ekkert síður en drop settin elska axlirnar “þrísett” og “giant sett”. Það þýðir að þú parar saman þrjár eða fleiri axlaæfingar og keyrir í gegnum þær án þess að hvíla. Þegar allar æfingarnar og endurtekningarnar eru búnar ert þú búin/n með 1 sett!.
.
6. Notaðu alla möguleika sem í boði eru.
.
💡Ekki festast bara í handlóðunum eða pressum með stöng. Notaðu vélarnar, handlóðin, stangirnar, teygjur og síðast en ekki síst vírana. Vírarnir gefa frábæra möguleika á að ná spennu í gegnum allan hreyfiferilinn sem erfitt er að ná með öðrum leiðum.