UM OKKUR

AF HVERJU

Við höfum brennandi áhuga á líkamsrækt og heilbrigði, áralanga reynslu af þjálfun og kennslu og mikla ástríðu fyrir því að sjá skjólstæðinga okkar ná árangri.

MENNTUN

Erlendur og Helena eru með réttindi til þjálfunar og kennslu á fjölda sviða, styrktarþjálfun, CrossFit, FoamFlex, ketilbjölluþjálfun o.fl.

VÖÐVASMIÐJAN

Með því að skrá þig í þjálfun hjá okkur færðu æfingar sérsniðnar fyrir þig og þín markmið, ásamt sérhæfðu matarprógrammi, stuðning og umhyggju á leið þinni að betra formi.

Erlendur Guðmundsson

Þjálfari og eigandi

Elli er 38 ára gamall einkaþjálfari, sveitastrákur og vöðvaperri sem eyðir flestum lausum stundum í að lesa sér til um þjálfun, líkamsrækt og næringu. Hann æfði og keppti í fjölda íþróttagreina á yngri árum en síðustu 15-20 árin hefur fókusinn nánast alfarið verið á líkamsræktarstöðinni þar sem lóðunum hefur verið refsað af miklum krafti.

Elli hefur mikla ástríðu fyrir því að kenna og hefur hjálpað mörgum á leið sinni til betra lífs þar sem styrktarþjálfun, þekking á því sem þú lætur ofan í þig og hugarfar eru lykilatriði í þjálfuninni.

Menntun: ÍAK einkaþjálfari, CrossFit Level 1 þjálfari, réttindi til þjálfunar með ketilbjöllum, Rehab trainer(endurhæfing og meiðslafyrirbygging) og hin ýmsu námskeið og fyrirlestrar tengd líkamsrækt og almennri heilsu.

Áhugamál: Ferðast um heiminn og njóta lífsins með fjölskyldunni.

Helena Pereira

Þjálfari og eigandi

Helena er 27 ára einkaþjálfari og hóptímakennari, 3 barna móðir og annar eigandi Vöðvasmiðjunnar. Hún er líkamsræktarunnandi í húð og hár sem hefur sérhæft sig í þjálfun kvenna sem vilja tileinka sér heilbrigt líferni í sínu flottasta formi.

Menntun: Árið 2016 útskrifaðist Helena sem einkaþjálfari úr Íþróttaakademíu Keilis, 2017 fékk hún CrossFit Level 1 Trainer réttindi og auk þess hefur hún sankað að sér hinum og þessum kennara réttindum í gegnum árin t.d FoamFlex, Jumping Fitness og GRIT frá Les Mills.

Áhugamál: Ekkert í heiminum jafnast á við góðar stundir með fjölskyldunni, en ferðalög, lóðalyftingar og bókalestur fylgja þar fast á eftir.

Helena er fædd og uppalin á Íslandi en á rætur að rekja til Portúgal og líklegt er að áhugi hennar á rassvöðvaæfingum sé tengdur suðrænu blóðinu og Reggeaton!

TOP