fbpx

ÞJÁLFUN

FJARÞJÁLFUN

Þarftu meira en bara prógramm og matarplan til að fylgja?
Hér eru nokkrar ástæður fyrir því hvers vegna fólk kýs að vinna með okkur.

Fjarþjálfun er frábær leið til að nálgast okkar faglegu þjónustu hvar sem þú ert staddur/stödd í heiminum. Fjarþjálfun snýst ekki bara um þjálfun og mataræði, hún snýst um að fá fullan stuðning og athygli frá þjálfurum sem vita hvaða markmiði þú vilt ná

Okkur finnst nauðsynlegt að „hitta“ viðskiptavini okkar. Tölvupóstur er ágætur en oft ekki auðveldasta leiðin til að eiga samskipti og koma ákveðnum hlutum á framfæri svo við bjóðum viðskiptavinum okkar sem ekki komast að hitta okkur upp á video fund.

Hvað gerir fjarþjálfunina okkar öðruvísi?

 • Myndbönd af öllum æfingum
 • Video samtal
 • Check in - möguleiki á einkaþjálfunaræfingu
 • Vikulegir stöðupóstar

 

EINKAÞJÁLFUN

Fyrir þá sem vilja 100% athygli og leiðsögn þjálfara á hverri æfingu. Æfingar eru sérsniðnar að hverjum og einum og mikið lagt upp úr réttri líkamsbeitingu og að þú fáir sem mest út úr hverjum tíma.
Hjá okkur snýst þetta um aukin lífsgæði. Að vera í góðu formi og við góða heilsu, bæði andlega og líkamlega.

Í einkaþjálfun hjá okkur færð þú alla þá aðstoð sem þú þarft til þess að ná árangri. Við leggjum mikla áherslu á að kenna okkar fólki að tileinka sér jafnvægi í líkamsrækt. Mikilvægt er að muna að heilsan okkar snýst ekki aðeins um æfingar heldur einnig að nærast rétt, vera í takt við markmið okkar og hugsa líka vel um líkama og sál utan veggja líkamsræktarinnar.

Heilsan er það mikilvægasta sem við eigum – svo hugum vel að henni. Og verum í þrusu formi á meðan!

 

Innifalið í einkaþjálfun

 • Mæling í byrjun og lok tímabils (eða oftar ef þarf)
 • Sveigjanlegir æfingatímar
 • Sérsniðið æfingaprógramm
 • Aukaæfingaprógramm fyrir þá sem vilja
 • Kennsla og aðstoð varðandi mataræði
 • Aðgangur að þjálfurum á WhatsApp sem svara spurningum þínum og aðstoða eftir bestu getu

HÓPÞJÁLFUN

Fyrir þá sem vilja æfa með öðrum en vantar leiðsögn þjálfara og aðhald á hverri æfingu. Áhersla er ávallt lögð á rétta líkamsbeitingu og að hver og einn fái sem mest út úr tímanum.
Markmið eru jafn misjöfn og við erum mörg en allir hafa gott af hvatningu og að æfa með öðrum veitir ákveðið pepp sem reynslan hefur kennt okkur að virkar!

Innifalið í hópþjálfun

 • Mæling í byrjun og lok tímabils
 • Fastir æfingatímar
 • Aukaæfingaprógramm fyrir þá sem vilja
 • Kennsla og aðstoð varðandi mataræði
 • Hvatning og pepp í krafti fjöldans!
 • Aðgangur að þjálfurum á WhatsApp sem svara spurningum þínum og aðstoða eftir bestu getu
TOP